Skilmálar

Lagerstaða:
Við getum ekki ábyrgst að vara sé til á lager þó svo hún sé auglýst á heimasíðu.
Ef vörur eru ekki til fær viðskiptavinur tölvupóst eða símtal þess efnis samdægurs eða næsta virka dag. Pöntun er þá endurgreidd eða ákveðinn nýr afhendingartími.

Myndgæði og myndabrengl:
Við reynum að hafa myndir í góðum gæðum svo þú sjáir vöruna eins og hún er. En því miður er ekki alveg hægt að ábyrgjast að litbrigði séu 100% eins og varan sést á þínum tölvuskjá.

Skattar og gjöld:
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti auk þess sem reikningar eru líka gefnir út með vsk. og sendir á lögheimili viðskiptavinar með pósti eftirá. Reikningur er gefinn út af Luxor tækjaleiga ehf.

Verð:
Vinsamlegast athugaðu að verð í netversluninni getur breyst fyrirvaralaust og að öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Greiðsla:
Millifæra beint á reikning.
Greiðsluseðill í gegnum Netgíró. Netgíró bíður upp á á greiðsludreifingu í allt að 12 mánuði.
Kreditkort eða greiðsluseðill í gegnum Pei. Með greiðsluseðli Pei færðu þú möguleikann á greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða.

Afhending:
Við reynum svo að koma vörunni í póstdreifingu næsta virka dag, þaðan sem hún fer svo á næsta pósthús við þig. Athugi að eingöngu viðskiptavinurinn sjálfur getur sótt vöruna á pósthús gegn framvísun skilríkja. Undantekningar á þessu ferli eru til dæmis ef vara er ekki til eða um forpöntun er að ræða.

Á höfuðborgarsvæðinu er býðst viðskiptavinum að sækja vöruna til Luxor tækjaleigu.

Luxor tækjaleiga ehf. (7108111130)

Tunguhálsi 8
110 Reykjavík
Sími: 550-1400

Opið alla virka daga 9:00 – 17:00

Sendingarkostnaður:
Sendingarkostnaður á næsta pósthús er innifalinn í kaupverði.

Netgíró
Pei